Rapparinn DMX er látinn

Rapparinn DMX (50) er látinn. Hann  hét réttu nafni Earl Simmons en hann fékk hjartaáfall vegna of stórs skammts 2. apríl síðastliðinn. Hann varð fyrir súrefnisskorti í um 30 mínútur og hefur verið í dái síðan. Hann var ekki með neina heilastarfsemi og það breyttist ekki.

Fjölskylda hans gaf frá sér yfirlýsingu:

„Það tekur okkur sárt að tilkynna að DMX, Earl Simmons, lést fimmtugur á White Plains Hospital umkringdur fjölskyldu sinni. Hann hafði verið í öndunarvél seinustu daga en barðist allt til enda, eins og hans var von og vísa,“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum þakklát fyrir að allan stuðninginn sem við höfum fengið á þessum erfiðu tímum. Við vonum að þið gefið okkur svigrúm til að syrgja bróður okkar, föður, frænda og manninn sem heimurinn þekkti sem DMX.“

Fíknin varð DMX að falli en hann hafði átt skrautlega fortíð vegna fíkniefna, í bland við velgengni í tónlistinni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here