Rauð linsubauna og tómatsúpa – Uppskrift fyrir börn

Börnum þykir tómatsúpa góð og er þessi uppskrift tilvalin fyrir smábörn að níu mánaða aldri. Næringainnihaldið í fábrotnum súpum eykst til muna með því að bæta við rauðum linsubaunum. Basilíka gefur súpunni sætubragð en hægt er að skipta henni út með steinselju eða timían (nota helmingi minna timian)

4-6 barnaskammtar
1 msk létt ólífuolía
1 skalotlaukur
75 gr rauðar  linsubaunir
350 ml ósaltaður grænmetiskraftur
200ml passata (tómatmauk)
1 msk. söxuð basilíka

Hitið olíuna, afhýðið og fínsaxið skalotlaukinn. Steikið við vægan hita þar til hann er meyr. Bætið við linsubaununum  og grænmetiskraftinum, setjið lokið á og sjóðið í 25 mínútur þar til linsurnar eru meyrar.
Hellið innihaldinu úr pönnunni í blandarann og bætið passata og basilíkunni við, ef hún er notuð.
Stillið á ,,mauka” þar til blandan er jöfn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here