Refur ætlaði að draga ungabarnið út af heimilinu

Hinn 27 ára gamli Paul Dolan sagði The Sun frá því að refur hefði komið inn á heimili hans og bitið litla drenginn hans, Denny, sem er bara 5 vikna.

Denny litli var sofandi á sófanum þegar refurinn komst inn á heimili þeirra í Bromley í London. Móðir drengsins, Hayley kom að þessu og sá hvar barnið hennar var dregið eftir gólfinu af refnum og stefndi hann með hann út.

Refurinn náði að særa litla drenginn og þurfti að græða einn fingur á hann aftur, en Denny var komin heim eftir 5 daga á spítalanum og mun ná sér að fullu.

Paul og Hayley vildu segja frá þessu atviki svo foreldrar geti verið á varðbergi fyrir refum á þessu svæði.

Screen shot 2013-02-12 at 11.02.23

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here