Reiddi fram 26 milljónir fyrir afmæli 2 ára dóttur: „Ég er ekkert blönk”

Tveggja ára gömul kínversk stúlka gekk inn í nýtt aldursár með stæl fyrir skemmstu, en móðir litlu stúlkuunnar, sem er frá Shanxi héraðinu í Kína, lagði fram ríflega 20 milljónir íslenskra króna til að fagna afmælisdeginum.

28315CF900000578-3063707-image-a-15_1430464660716

Eins og bera gefur að skilja var ekki til sparað í neinu – en litla stúlkan fékk meðal annars sinn eigin tískupall, ljósmyndara sér til halds og trausts, þá var afmælið haldið á glæsihóteli og til skiptanna fékk afmælisbarnið smábarnafatnað frá Prada, Louis Vuitton, Dior, Burberrry og einmitt – flíkur sem hæfa forríkum smástúlkum.

28315B5F00000578-3063707-image-a-21_1430466344985

Þema afmælisveislunnar var svo hátískusýning – sem barnið hefur eflaust átt erfitt með að njóta til fulls – enda stúlkan bara tveggja ára gömul. Ekki nóg með að litla stúlkan hafi klæðst hátískufatnaði frá helstu hönnuðum heims – heldur fékk móðir stúlkunnar einnig samskonar klæðnað sjálf – og voru því mæðgurnar alveg í stíl á stóra daginn.

gallery-1430760897-gty-fashion-show-08-150504

Sjá einnig: Nokkrar pottþéttar leiðir til að klúðra uppeldinu

28315A7000000578-3063707-image-a-20_1430466292416

Ljósmyndir úr afmælisveislunni hafa birst á ýmsum heimsmiðlum undanfarna daga en athygli vekur þó að engir gestir virðast hafa sótt veisluna – ef frá er skilin móðir stúlkunnar sem er á þrítugsaldri og svo barnið sjálft, sem gekk tískupallinn í hinum fjölbreytilegustu múnderingum.

gallery-1430760762-gty-fashion-show-06-150504

Sjá einnig: Hún fórnaði öllu fyrir son sinn – Hann þakkaði henni síðar (Varúð: þú ferð að skæla)

gallery-1430760695-gty-fashion-show-05-150504

Hátískufatnaðinn keypti móðirin allan í Bandaríkjunum, Hong Kong og svo í Kóreu en leiða má lyktum að því að stærsti útgjaldaliðurinn hafi einmitt verið sérsniðinn smábarnafatnaðurinn.

gallery-1430761126-gty-fashion-show-11-150504

Eins og fram kemur hér að ofan lagði móðir stúlkunnar, sem kýs eðli atburða samkvæmt, ekki að láta nafn síns getið – ríflega 20 milljónum króna í fatakaup – en þess utan kostaði glæsisalurinn á lúxushótelinu sitt, sérsmíðaður tískupallurinn var ekki ódýr að gerð og ljósmyndarinn tók sitt fyrir.

gallery-1430761017-gty-fashion-show-09-150504

Aðspurð sagðí unga móðirin í viðtali við kínverska miðla að hún vilji gjarna að dóttir hennar læri góða siði og njóti alls þess fagra sem lífið hefur upp á að bjóða:

Við eigum ekki í neinum fjárhagsvanda og ég vil bara að dóttir mín njóti alls hins besta.

Háværar gagnrýnisraddir hafa verið á lofti og hafa óprúttnir bent réttilega á að litla stúlkan muni tæplega muna eftir afmælinu þegar fram líða stundir, enda nær ómálga smábarn.

gallery-1430761083-gty-fashion-show-10-150504

Sjá einnig: Lítil stúlka blótar eins og enginn sé morgundagurinn

SHARE