Rennandi blautt atriði með Jake Gyllenhaal og Jimmy Fallon

Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon á The Tonight Show tók magnþrunginn dúell við stórleikarann Jake Gyllenhaal í vikunni. Í atriðinu sjást kapparnir báðir rígspenntir að keppast við að draga spil sem heimilar öðrumhvorum þeirra að hella heilli vatnskönnu yfir hinn.

Að lokum sitja þeir báðir hlandvotir við spilaborðið og halda áfram vatnsstríðinu þrátt fyrir að leiknum sé lokið.

SHARE