Kris Jenner er ýmislegt til lista lagt. Hún er ekki bara umboðsmaður dætra sinna, rithöfundur og raunveruleikastjarna. Hún er einnig sjálfskipaður hjúskaparmiðlari – ef svo má að orði komast. Kris þreytist ekki við að reyna að koma dóttur sinni, Kendall Jenner, á stefnumót. Og þá einna helst með frægum og ríkum mönnum. Einu sinni reyndi hún að koma henni saman við Harry Styles. Svo var það Lewis Hamilton. Og sá nýjasti er fyrrum One Direction meðlimurinn, Zayn Malik.

Sjá einnig: Eru Kendall Jenner og kappakstursmaðurinn Lewis Hamilton nýtt par?

Zayn-Malik-celebrates-Kylies-18th-Birthday-Party-at-Bootsy-Bellows-in-West-Hollywood

Fregnir herma að Zayn hafi mætt í afmælisveislu Kylie Jenner í síðstu viku og þá hafi Kris ekki linnt látunum. Heimildarmaður Mirror segir:

Kris gerði ekki annað en að ýta Zayn að Kendall allt kvöldið. Vesalings Kendall fór gjörsamlega í mínus yfir þessu öllu saman. Hún er rosalega feimin stelpa og fannst hegðun Kris helst til vandræðaleg.

 

 

SHARE