Reyndi að stela athyglinni frá Kim Kardashian og Kanye West

Listi tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu einstaklingana heimsins kom út í síðustu viku. Að því tilefni var slegið upp stórglæsilegri veislu í Lincoln Center í New York í gærkvöldi. Kim Kardashian og Kanye West voru að sjálfsögðu á meðal gesta – enda eru nöfn þeirra beggja á TIME 100 listanum.

Á meðan hjónakornin gengu inn rauða dreglinn og böðuðu sig í athygli ljósmyndara, brá grínistinn Amy Schumer á leik. Lét hún sig detta beint fyrir framan hjónin á meðan þau voru í óða önn að stilla sér upp fyrir myndavélarnar. Svo virðist sem West-hjónin séu húmorslaus með öllu, en þeim var ekki skemmt yfir uppátækinu. Heyra mátti hlátrarsköll allt um kring enda þykir Amy ein sú fyndnasta um þessar mundir.

Sjá einnig: SELFISH: Sjálfsmyndabók Kim selst upp í forsölu á litlum SEXTÍU sexúndum

27D60F7E00000578-3049788-image-m-17_1429664129945

27D6534A00000578-3049788-image-m-22_1429664389910

Sjá einnig: Kanye West tryllist við einkaþjálfara Kim Kardashian – Vill að hann hjálpi Kim að léttast

27D6558700000578-3049788-image-m-20_1429664275123

https://youtu.be/4E2yef0AoJY

https://youtu.be/OCxyeNwd7z8

Sjá einnig: Kim Kardashian og Kanye West eru bara venjuleg eftir allt saman – Sjáðu myndina

SHARE