Reyndu að smygla fíkniefnum í hárlengingum sínum

Yfirvöld í Kólumbíu segjast hafa komið í veg fyrir tilraun tveggja kvenna í Kólumbíu til að smygla fíkniefnum. Sagt er frá því að konurnar hafi reynt að smygla fíkniefnum í hárlengingum sem þær voru með. Þær voru ekki saman heldur voru þær á sitthvorum flugvellinum.

Lögreglan segir að báðar konurnar hafi verið teknar þegar þær fóru í gegnum öryggisgæslu á flugvellinum og skannar hafi numið eitthvað skrýtið.

SHARE