Rihanna á von á sér á ný

Rihanna (34) á von á sínu öðru barni en það var staðfest af almannatengli hennar í Hollywood Reporter. Rihanna sló í gegn á Super Bowl þar sem hún var klædd rauðu frá toppi til táar og má sjá smá merki um óléttuna. Þetta verður annað barn Rihanna og kærasta hennar A$AP Rocky en fyrir eiga þau 8 mánaða son sem þau hafa ekki enn gefið upp nafnið á.

Pabbi Rihanna, Ronald Fenty, sagði í samtali við Page Six að dóttir hans væri mjög ástrík móðir en væri kannski aðeins að ofvernda barnið sitt. Ronald sagði líka að Rihanna hefði verið mjög óákveðin með nafn á drenginn þeirra en hafi á endanum ákveðið sig. „Hún myndi drepa mig ef ég segði ykkur frá því,“ sagði hann í gríni.

SHARE