Rihanna að byrja aftur með Chris Brown?

Chris Brown (27) er að reyna að nálgast sína fyrrverandi, Rihanna (29) aftur. Hann byrjaði að fylgjast með henni aftur á Instagram, 18. mars, og samkvæmt HollywoodLife hafa þau verið að senda skilaboð hvort á annað, textaskilaboð og kynferðisleg skilaboð.

Sjá einnig: Chris Brown hótaði konu með byssu

„Rih hefur aldrei hætt að elska Chris Brown og ber hag hans fyrir brjósti. Hann var ástin í lífi hennar og verður henni alltaf mikilvægur. Hún hefur verið að tala við Chris reglulega og gjörsamlega dýrkar Ro Ro, dóttur Chris og talar við hana með pabba hennar á FaceTime,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.

Rihanna hefur ekki átt í alvarlegu sambandi síðan hún hætti með Chris, en samkvæmt þessum heimildarmanni er hún ekki á leiðinni að byrja með Chris aftur. „Hann hefur unnið mikið í sér en hann á langt í land.  Rih veit í hjarta sínu að Chris á eftir að vinna í tilfinningum sínum gagnvart Karrueche Tran, barnsmóður sinni og vill ekki vera með honum meðan staðan er svona.

 

 

SHARE