Rihanna og Drake hætt saman

Svo virðist sem Rihanna og Drake hafi bara alls ekki getað látið samband sitt ganga. Nú eru þau víst hætt saman og það er allt Drake að kenna. Hann er búinn að vera að gera sér dælt við Instagram módelið Dakota Gonzalez og Rihanna er EKKI ánægð.

Það er ekki langt síðan að Rihanna og Drake gerðu samband sitt opinbert og nú hefur Rihanna sagt Drake upp, samkvæmt heimildarmanni Life & Style Weekly.

Sjá einnig: Rihanna klæðist óvenjulegri flík

„Þegar Rihanna komst að því að Drake væri að daðra við Dakota sprakk allt. Hún hætti strax með honum. Þegar Rihanna var ekki viðstödd tónleika Drake, var Dakota oftar en ekki mætt á svæðið. Það gerði Rihanna alveg brjálaða,“ segir þessi heimildarmaður.

 

Drake gekk um allt með Dakota í partýi sem var haldið eftir tónleika hjá honum, 11. september síðastliðinn og Rihanna frétti af því. Daginn áður hafði hann lofsungið Rihanna á tónleikum og sagt frá því hversu ástfanginn hann væri af henni.

 

 

SHARE