Rihanna stórglæsileg í hlutverki brúðarmeyju á Hawaii

Rihanna brá sér í heldur óvenjulegt hlutverk sl. mánudag er hún skildi dónagallann eftir heima og sveif upp að altarinu, íklædd skósíðum og ljósfjólubláum kjól brúðarmeyjar.

Söngkonan heiðraði með því aðstoðarkonu sína til margra ára, Jennifer Morales, sem gekk í það heilaga með unnusta sínum, Aaron Davis á fagurrri ströndu í Honolulu á Hawai.

27CD5CB000000578-3048365-image-a-27_1429600674096

Rihanna, sem er önnum kafin við tónlist í daglegu lífi, gerði hlé á annars stífri dagskrá sinni til þess að heiðra parið með því að vera brúðarmeyja og verður að segja sem er, að óvenjulegt er að sjá sjálfa Rihönnu í hlutverki hliðarvarðar með hvítan rósavönd í annarri hendi.

Sjá einnig: Naomi Campell og Cara Delevingne í slagsmálum – orsakaði Rihanna áflogin?

27CD59D800000578-3048365-image-m-32_1429600763775

Koparrauðir lokkar Rihönnu voru settir upp í látlausan hnút, en Melissa Forde, náin vinkona stórsöngkonunnar, íklæddist samskonar síðkjól og var einnig brúðarmeyja og tók tvíeykið sig stórglæsilega út í látlausri múnderingunni, en algengara mun vera að sjá þær stöllur í stórpartýum með jónu í hönd.

Sjá einnig: Og Rihanna er nakin í Þýskalandi – Myndir

27CE602300000578-3048365-image-a-59_1429608038374

Ljósmyndirnar sem fylgja með greininni þykja varpa sjaldgæfu ljósi á daglegt líf Rihönnu fjarri sviðsljósinu en sjá mátti stjörnuna sötra á kampavíni ásamt vinafólki daginn fyrir athöfnina.

Sjá einnig: Rihanna næstum nakin í myndbandi Pour it up – bannað innan 18 ára!!

27CE5FA100000578-3048365-image-a-60_1429608044596

Áður en af sjálfu brúðkaupinu varð deildi Rihanna hjartnæmu myndbandi af brúðhjónunum sjálfum á Instagram og heiðraði með því aðstoðarkonu sína til margra ára.

Sjá einnig: Rihanna synti meðal hákarla fyrir tískuritið Harper’s Bazaar

27CD6B4500000578-3048365-Adding_davis420wedding_I_can_t_believe_this_day_is_finally_upon_-a-35_1429601265068
Þess má að lokum geta að hin lukkulegu brúðhjón gengu í það heilaga þann 20 apríl, sem er þjóðardagur grass (cannabis) í Bandaríkjunum – en Rihanna er þekkt fyrir ástríðu sína á grasreykingum. Þessi orð lét Rihanna falla á Instagram:

#davis420wedding I can’t believe this day is finally upon us!!!!! I’m so happy and so proud to see my big sis @jennnrosales and my big bro @the_aa become one today!!!

SHARE