“Ríkt fólk líklegra til að koma illa fram við aðra” – Áhugaverð rannsókn sem allir ættu að kynna sér

Hér er áhugavert myndband um rannsókn sem gerð var á fólki í þeim tilgangi að sjá muninn á ríku fólki og fólki sem hafði minna milli handanna. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem keyrir um á lúxusbílum er ólíklegra til að stoppa fyrir gangandi vegfarendum en fólk á ódýrari bílum. Í rannsókninni kemur einnig fram að fólkið sem átti meiri pening var líklegra til að svindla og jafnvel taka nammi sem ætlað var börnum. Ríkt fólk virðist, samkvæmt þessari rannsókn finnast að þeir hafi rétt á ýmsum hlutum og að þeir eigi skilið að vinna og eignast peninga umfram aðra, þeir virtust einnig ekki vera meðvitaðir um það að það var margt annað sem spilaði inn í en þeirra hæfileikar. Er hugsunin sú almennt að þeir sem eru gráðugir græða og þeir sem gefa af sér verði undir? Það virðist vera, þó rannsóknir hafi sýnt að þú hagnast á því að deila með öðrum.

Hvað veldur? Mælum með því að allir horfi á þetta myndband

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”IuqGrz-Y_Lc#at=197″]

SHARE