Rjúfum þögnina – Baráttuverkefni gegn einelti á Akureyri

Rjúfum þögnina er baráttuverkefni gegn einelti. Markmið þeirra er að sporna gegn einelti og opna huga fólks um afleiðingar eineltis. Í fréttatilkynningu þeirra segir:

Við sóttum um styrk til Evrópu unga fólksins til þess að búa til verkefnið Rjúfum þögnina. Í umsókninni kom fram að við myndum halda nokkra fundi og svo enda á tvennum tónleikum bæði í Hafnarfirði og á Akureyri.
Við fengum styrkinn og þá strax fór mikið en erfitt ferli í gang.

Við héldum nokkra fundi í Hafnarfirði með tveim hópum í Vinnuskóla Hafnarfjarðar, Jafningjahópnum og Leiklistarhópnum. Einnig héldum við fundi á Akureyri með æðislegum hóp sem heitir Skapandi sumar, yngri og eldri. Þar vorum við að vinna mikið með tónlist og einelti.

Svo kom að því að halda tónleikana. Þeir fyrstu voru haldnir í Hafnarfirði þann 22. ágúst i Gaflaraleikhúsinu og voru þeir vel sóttir. Við vorum fyrst þrjú með þetta verkefni að reyna að koma því fram og gera það eins stórt og hægt er, ég, Inga Hrönn Sigrúnardóttir og Jónas Birgir Einarsson. Við fórum út um allt að leita að auglýsendum og vinna í tónleikunum og það gékk ágætlega. Auðvitað einhverjir erfiðleikar. En svo kom að því að þau tvö fluttu til Svíþjóðar og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera þá. Vissi ekkert hverja ég ætti að taka með mér á Akureyri og vinna í tónleikunum þar.
En ég þekkti tvo stráka sem bjuggu á Akureyri og talaði við þá og þeir eru núna meðstjórnendur í verkefninu og eru að hjálpa mér mjög mikið til þess að gera tónleikana á Akureyri eins stóra og hægt er. Þeir heita Stefán Marel og Hannes Ívar.

Og núna er komið að seinni tónleikunum.

Þeir verða haldnir í Ungmennahúsinu Rósenborg, Skólastíg 2, á Akureyri þann 14. september kl. 20.00.
Allir tónlistarmennirnir sem koma fram á tónleikunum eru ungir krakkar sem hafa unnið í þessu verkefni á einhvern hátt.
Og það eru:

-Bjarnabófarnir Ari Auðunn og Hafþór Orri
-Guðmundur Sverrisson og Kristrún Jóhannesdóttir
-Ólafur Gunnar Daníelsson og Pálmi Snær Rúnarsson
-Sunna Líf Óskarsdóttir
-Þórdís Dröfn
-Hákon Guðni Hjartarson
-Elísa Ýrr Erlendsdóttir
-Stefán Marel, Hannes Ívar og Bjarkey Sif.
Auk þeirra munu Kristín Margrét, Stefán Marel og Selma Björk og fl. koma fram og segja sögu sína og reynslu af einelti.

Það er frítt inn og sjoppa á staðnum!!

Instagram: rjufumthognina

Viðburður á Facebook

 

SHARE