Rob Kardashian á í miklum erfiðleikum

Yngsti bróðir Kim Kardashian, Robert Kardashian hefur átt erfiða tíma undanfarin ár en hann hefur þyngst mikið og hefur glímt við þunglyndi.

Rob hefur látið lítið fyrir sér fara en hann til dæmis mætti ekki í brúðkaup systur sinnar Kim á síðasta ári. Rob lét heyra í sér í fyrsta skipti í langan tíma nú fyrir stuttu en fjölmiðlar fóru á flug þegar hann birti mynd af Amy Dunne, geðsjúka morðkvendinu úr Gone Girl, á Instagram. Hann skrifaði síðan undir myndina að þetta væri systir hans Kim, tíkin úr Gone Girl.

Hann hefur síðan eytt þessari mynd út af Instagram.

Móðir hans, Kris Jenner, hefur miklar áhyggjur af syni sínum og heldur áfram að leita leiða til að hjálpa honum en Khloe Kardashian er ekki sátt með þessar aðferðir. Í nýju sýnishorni úr næsta þætti af Keeping Up With The Kardashian reynir Khloe að benda móður sinni á að hún hafi í raun ekki verið til staðar fyrir Rob þar sem hún hafi ekki reynt að hitta hann í fleiri daga. Hér má sjá myndbandið.

Sjá einnig: Rob Kardashian: Ber Kim Kardashian saman við fársjúkan fjöldamorðingja

SHARE