Rob Kardashian: Ber Kim Kardashian saman við fársjúkan fjöldamorðingja

Það er sjaldan lognmolla í kringum vini okkar í Kardashian-fjölskyldunni. Nú fara erlendir slúðurmiðlar hamförum vegna þess að Rob Kardashian (bróðirinn sem lítið hefur verið áberandi unfanfarið) birti mynd af Amy Dunne, geðsjúka morðkvendinu úr Gone Girl, á Instagram um helgina.

0322-rob-kardashian-kim-kardashian-gone-girl-instagram-4

Á myndina merkti hann systur sína, Kim Kardashian – undir myndinni stóð svo:  ,,This is my sister Kim, the bitch from Gone Girl.”

Svo virðist sem það andi verulega köldu á milli Rob og stórfjölskyldunnar en samkvæmt slúðurblöðunum hætti hann nýlega að fylgja öllum meðlimum Kardashian-fjölskyldunnar á helstu samfélagsmiðlum. Hvað sem það getur nú þýtt. Rob mætti ekki í brúðkaup Kim og Kanye á síðasta ári og fóru fjölmiðlar þá að velta fyrir sér hvort einhver illindi væru á milli systkinanna.

Sjá einnig: Ertu búin/n að heyra lagið ,,Awesome“ sem Kanye West samdi til Kim Kardashian?

Rob hefur, eins og áður sagði, lítið verið áberandi undanfarið en virðist nú ætla að koma aftur með hvelli. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta endar.

Sjá einnig: Kim Kardashian sökuð um að stela útliti serbneskrar poppstjörnu

SHARE