Rob Kardashian getur ekki sinnt dóttur sinni

Rob Kardashian (29) er alls ekki að jafna sig á því að hann og Blac Chyna séu hætt saman. „Rob er í algjöru rugli núna. Hann borðar ekki hollt og æfir ekkert. Hann er farinn að drekka og reykja hass aftur,“ segir heimildarmaður RadarOnline.

Í gærkvöldi birti Kim Kardashian (36) þessa mynd af Rob og móður þeirra, Kris Jenner.

Heimildarmaðurinn segir líka að þrátt fyrir að mæðginin séu brosandi, sé það allt gert fyrir myndavélarnar.

 

„Rob gerir hvað sem er núna til að fela það hversu sár hann er út í Blac Chyna. Hann er ekki einu sinni fær um að sinna dóttur sinni, Dream, þessa dagana. Þetta er voðalega sorglegt því hann þarf að treysta á fjölskylduna sína til að sinna henni og allir hafa miklar áhyggjur af honum.

SHARE