Rob Kardashian lagður inn á spítala

Rob Kardashian var lagður inn á spítala í gær. Blac Chyna og Kris Jenner sáust flýta sér á bráðamóttökuna í gærkvöld rétt fyrir klukkan 22 að staðartíma

Rob var lagður inn vegna sykursýkinnar en er stöðugur núna. Ástand hans er ekki lífshættulegt en Kris, móðir hans, hefur yfirgefið spítalann. Blac hefur hinsvegar ekki vikið frá Rob.

Eftir að erfiðleikar hófust í sambandi Rob og Blac hefur Rob farið að borða miklu meira en vanalega og varð það til þess að hann missti stjórn á sjúkdómi sínum.

SHARE