Rögguréttir komin inn á Bessastaði

Okkur hér hjá hun.is langar að segja aðeins frá því hvað vel hefur gengið með góðgerðaverkefnið „Rögguréttir 2“

Þetta verkefni hefur algerlega sýnt okkur að fólk er gott, já mjög gott og vill láta gott af sér leiða og ekki verra að geta látið gott af sér leiða og fengið HRIKALEGA GÓÐAR UPPSKRIFTIR!

Það er gaman að segja frá því að á þessum stutta tíma sem liðin er síðan bókinn varð klár úr prentun er búið að safast rúmlega milljón krónur sem renna allar til Umhyggju félags langveikra barna.

Hver einasta króna af sölu hverrar bókar fer óskipt til félagsins. Ég frétti af því að félagið væri agndofa og að springa úr þakklæti til ykkar sem hafið fjárfest í uppskriftabókinni.

Það er ennþá hægt að taka þátt og kaupa sér bók á litlar 2500 kr en betra að hafa hraðar hendur því bókinn rennur út eins og heitar lummur!

 

Svo er líka gaman að segja frá því að bókin er nú til í eldhúsinu á Bessastöðum og forseti Íslands bauð heim vegna þessa flotta verkefnis.

Ef þú vilt taka þátt í þessu og þar með leggja Umhyggju félagi langveikra barna lið þá er hægt að nálgast bókina:

Hafið Fiskverslun selur bækurnar bæði í Spönginni og í Hlíðasmára og svo er hægt að greiða inn á 0331-26-003260, kt. 671118-0730, 2.500 og sækja hana hjá ÍAV (eða hjá Auður eða Ragnheiður, ef þið þekkið þær persónulega) eða greiða 2.800 og fá hana senda heim að dyrum. Munið þá bara eftir að senda okkur heimilisfangið ykkar á roggurettir@gmail.com.

Við hér á hún.is munum áfram birta uppskriftir eftir Röggu og efumst við ekki um að hún muni endalaust koma okkur á óvart með góðgæti.

Okkar bestu þakkir fyrir að taka þátt.

SHARE