Rómantísk blómahárbönd – Íslensk gullfalleg hönnun

Fallegir munir og fylgihlutir eru eitthvað sem ég gæti endalaust skoðað og fyrir tilviljun rakst ég á þessi rómantísku blómahárbönd. Þetta er íslensk hönnun eftir Kristjönu Björgu Reynisdóttur og hefur hún ekki undan við að framleiða því eftirspurnin er orðin mikil. Fyrsta hárbandið átti í rauninni eingöngu að verða hálsmen en það skemmtilega vill til að hægt er að nota hárböndin á marga vegu. Sem hálsmen, vefja utan um hárnsnúð eða venjulegt hárband. Möguleikarnir eru margir en myndirnar tala sínu eigin máli.

 

Hægt er að panta hárböndin hér: https://www.facebook.com/kristjanahonnun

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here