Rómantísk stemming í mykrinu

Saltbaukar öðlast nýtt líf -bora gat og stinga perunum ofan í

Þrátt fyrir að við séum mörg heilluð af björtum sumarkvöldum eftir dimman vetur, hafa allar árstíðir sinn sjarma. Núna þegar nær dregur hausti og dökkar nætur taka völdin, er um að gera að grípa tækifærið og nota tímann á rómantískan hátt og vona að haustlægðirnar láti bíða eftir sér. Garðarnir okkar eru ennþá í fullum skrúða og bjóða upp á sjarmerandi stemmingu í myrkrinu. Margar leiðir eru til að lýsa upp garða og hýbýlin okkar og hérna koma nokkrar sem laða fram rómantíkina.

SHARE