Rotar tilvonandi eiginkonu sína en gengur svo að eiga hana mánuði seinna

Fótboltakappinn Ray Rice er þekktur í Bandaríkjunum vegna ferils hans sem atvinnumaður í amerískum fótbolta en á stuttum tíma hefur hann öðlast heimsfrægð eftir að myndband af honum lak á netið. Myndbandið er úr eftirlitsvél í lyftu á hóteli í Bandaríkjunum og sýnir það Ray kýla unnustu sína Janay með þeim afleiðingum að hún lendir á handriði og rotast.

Höggið sem Janay fær frá Ray er vægast sagt hrottalegt en mánuði eftir atvikið giftu þau sig. Fyrsta myndskeiðið sem lak á netið af þessum atbuði sýndi einungis frá því þegar Ray er að draaga Janay meðvitundarlausa út úr lyftunni og hlaut hann fyrir það tveggja leikja bann í NFL deildinni í Bandaríkjunum. Ray var á samningi hjá liðinu Baltimore Ravens sem spilar í NFL deildinni en þeir slitu samningnum eftir að nýjasta myndskeiðið leit dagsins ljós.

Eiginkona Ray, Janay, gaf út tilkynningu í dag á Instagram síðu sinni þar sem hún setur sökina á fjölmiðlana fyrir að gera líf hennar að helvíti þessa dagana. Hún tekur fram að fjölmiðlar séu að láta þau upplifa aftur kvöld sem þau bæði sjá eftir og að fjölmiðlar hafi tekið það sem eiginmaður hennar elskar frá honum.

 

ae-p-ravens-purple-carpet-sweeney

SHARE