Melyssa Delgado Braga er þriggja ára stúlka frá Brasilíu sem var með 2,2 kg æxli í andlitinu. Fjölskylda hennar hafði tekið til þess ráðs að leita eftir aðstoð með notkun samfélagsmiðla. Dr. Celso Palmieri sem er læknir við LSU Health-Shreveport í Louisiana í Bandaríkjunum, sá beiðni þeirra og eftir að hafa ráðfært sig við fleiri lækna var ákveðið að ráðast í það að fjarlægja þetta. Eftir að hafa ferðast alla leið frá Brasilíu til Louisiana gekkst Melyssa undir 10 klst aðgerð þar sem þetta rúmlega tveggja kílóa æxli var fjarlægt af neðri kjálka hennar. Æxlið sem fjarlægt var kallast myxoma og er góðkynja sem þýðir að það dreyfir sér ekki en hins vegar vex það ótæpilega hratt. Samkvæmt læknunum sem framkvæmdu aðgerðina er þessi tegund æxlis frekar sjaldgæf hjá svo ungum börnum en aðgerðin var eins og áður sagði löng og erfið en auk þess að fjarlægja æxlið var gerð uppbygging á kjálka hennar með títaníum plötum. Þó svo að þessi erfiða aðgerð sé að baki segja læknar að hún komi til með að þurfa að fara í fleiri aðgerðir seinna meir til að byggja upp kjálka hennar.

Hér má sá nokkrar myndir af þessari litlu stúlku:

SHARE