Rúmlega fertugur maður í Kópavogi hjálpar konum með saflát

„Ég hitti konurnar yfirleitt á Netinu, Einkamálum, Facebook eða þá að einhver sem þekkir til bendir þeim á að hafa samband við mig. Eftir dálítið spjall segi ég þeim frá því hvað ég geri og finn fljótlega hvort þær eru spenntar eða ekki. Ef þær hafa áhuga plönum við hitting, annað hvort heima hjá þeim eða mér.“

Svona hefst mjög áhugavert viðtal í Man, við rúmlega fertugan mann í Kópavogi sem vinnur í tölvufyrirtæki á daginn en á kvöldin og í sínum frítíma hjálpar hann konum að hafa saflát. Hann er kallaður G í viðtalinu og lætur ekki nafns síns getið. Hann lýsir ferlinu sem konur fara í gegnum með honum en ef hittingurinn er heima hjá honum kveikir hann á kertum og skapar notalega stemningu, byrjar á löngu nuddi á baki og öxlum.

„Þetta fer allt eftir viðbrögðum hennar og tengingunni sem ég finn. Ég hlusta eftir önduninni og hjartslættinum og reyni að nema eins vel og ég get hvernig henni líður. Svo strýk ég rassinn og nudda þétt og vinn mig niður lærin. Þarna fer ég að finna hvort hún vill nánari snertingu, ef hún hreyfir mjaðmirnar á móti mér veit ég að ég er velkominn dýpra. Þá fer ég með fingur milli barmanna og strýk snípinn aðeins, hætti svo smá stund til að skapa enn meiri löngun,“ segir G.

Hann lýsir því í viðtalinu hvernig hann framkallar fullnægingu hjá þeim konum sem hann hefur haft til meðferðar hjá sér, þó hann sé að hitta þær í fyrsta sinn. G segist ekki stunda kynlíf með konunum en blaðamaður var ekki alveg sammála því og segir að kynlíf sé miklu meira en samfarir.

Þú getur séð restina af viðtalinu og fleira flott efni í nýjasta tölublaði MAN sem kemur í verslanir í dag.

 

FORSIDA_10tbl_PRENT[1]

 

 

SHARE