Rússnesk kássa – Uppáhald frumburðarins

Ég á þrjú börn og eins og með börn almennt er misjafnt hvað þeim finnst vera besti mömmumaturinn og það er svo misjafnt hvað þeim finnst best á hverjum aldri fyrir sig!

Frumburðurinn minn er 30 ára, já ég trúi því ekki sjálf enda bara 25 ára í hjarta 🙂

Hann elskar þennan pottrétt sem við í fjölskyldunni köllum Rússnesska kássu!

Uppskrift:

700 gr lamba- eða nautagúllas
1 lítil dós maísbaunir
4 gulrætur
5 kartöflur
Gul,rauð og græn paprika ein af hverjum lit
100 gr beikonkurl
Lítil dós ananaskurl
3 msk tómatpúrra
2 laukar
Karrý salt og pipar
1-2 dl vatn
Olía eða smjör til steikingar

Aðferð:

Byrja á því að brúna gúllasið og beikonkurlið í potti með olíu eða smjöri, þegar kjöt er brúnað bæti ég við smáttsöxuðum lauknum og krydda með karrý (ég krydda vel).

Rest sett út í og kryddað til með salti og pipar látið malla í alveg 40 mín.

Rosalega gott að bera fram með heimatilbúinni kartöflumús og eða snittubrauði.

Má gjarnan leika sér með að setja allskyns grænmeti útí réttinn.

Verði ykkur að góðu, ég vona að frumburðurinn sjái þessa uppskrift: Þá getur hann bara eldað þetta sjálfur. 🙂

 

SHARE