Ryan Seacrest með ofurfyrirsætu upp á arminn

Ryan Seacrest og ofurfyrirsætan Adriana Lima eru talin vera nýjasta parið þetta árið. Þau hittust í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Ríó en þau voru að fjalla um leikana fyrir NBC. Þau hafa verið að eyða tíma saman í New York nýlega Ryan var þar í vinnuferð en Adriana var þar viðstödd Fashion Week.

Sjá einnig: Það er alltaf von og þessar stjörnur sanna það

Heimildarmaður People sagði: „Þau hittust aftur, eftir Ólympíuleikana, í New York um seinustu helgi og fengu sér rómantískan kvöldverð.“

Í byrjun ágúst fór Adriana með Ryan í skoðunarferð um Brasilíu, sem er heimaland hennar. Hún var áður gift körfuboltaleikaranum Marko Jari í fimm ár, en þau tilkynntu skilnað sinn í maí 2014. Þau eiga tvö börn saman.

SHARE