Sá mann áreita litla stúlku í strætisvagni í borginni

Kona nokkur skrifaði þessa stöðuuppfærslu á Facebook til þess að vara foreldra við:

Lenti í þeim óhugnarlega atburði í strætó á leið heim úr skólanum áðan að maður er að áreita litla stúlku í vagninum, mér leist ekkert á blikuna og ákvað að grípa inn í og þóttist vera systir stúlkunnar. Ég spurði manninn hvað honum gengi eiginlega til og lítið var um svör! Ég var samferða stúlkunni út úr vagninum og ákvað að labba með henni dágóðan spöl og allan tímann var maðurinn á eftir okkur og sagðist hann þekkja pabba “okkar” og var að reyna að lokka stelpuna til sín með því að bjóða henni nammi, endaði með því að ég þóttist labba inn götu þar sem við ættum heima og þá lét maðurinn sig hverfa. Greyið stelpan var það skelfkuð að hún hágrét af hræðslu þegar maðurinn var farinn, ég labbaði með henni áleið á þann stað sem hún var að fara og kvaddi hana með faðmlagi. Foreldrar viljiði vinsamlegast upplýsa börnin ykkar betur og tala við þau um það hvað ókunnugt fólk getur oft verið hættulegt ! Vona að þið eigið öll góða helgi 

SHARE