Sænskir kanilsnúðar

Þessir svakalega girnilegu snúðar koma úr smiðju Eldhússystra!

Hráefni

Deig
5 tsk/1 pakki þurrger
150 gr smjör
3 dl mjólk
2 dl rjómi
1/2 tsk salt
1 dl sykur
1 tsk kardimommuduft
1 egg
13 dl hveiti

Fylling
Smjör að vild
Nokkrar tsk kanill
Sykur

Ofan á snúðana
Egg til penslunar
Perlusykur

Blandið saman þurrgeri, hveiti, sykri, salti og kardimommu.  Bræðið smjörið, blandið saman mjólkinni og rjómanum og hitið það með smjörinu þar til vökvinn er við líkamshita eða 37 °c. Blandið mjólkur/smjör blöndunni og eggi út í hveitiblönduna og hnoðið vel (annað hvort með hnoðaranum í hrærivél eða í höndum). Látið hefast í ca. 40 mínútur eða þangað til deigið hefur u.þ.b. tvöfaldast.

Fletjið helminginn af deiginu út á borð með smá hveiti undir. Setjið smjör og kanilsykur á deigið og rúllið upp frá langhliðinni.

Skerið rúlluna í 2 cm breiða bita og setjið í pappírsform (ath þó að í Svíþjóð fást sérstök snúðaform, ég er ekki viss um að þau fáist á Íslandi. Þá sleppir maður þeim bara ? ). Látið snúðana hefa sig undir viskustykki í 20 – 30 mínútur og stillið ofninn á 200 gr.

Penslið snúðana með eggi sem er búið að slá í sundur og stráið perlusykri yfir. Bakið í miðjum ofni í 8 – 10 mínútur, eða þar til snúðarnir eru gullinbrúnir. Borðið helst strax.

IMG_3756

 

SHARE