Saga sundfatatískunnar er alveg æðisleg!

Vissir þú að bikiní komu ekki á almennan markað fyrr en árið 1946? Að fyrir rúmri öld síðan svömluðu formæður okkar um í torkennilegum ullarsundbolum og óðu út í sjó í sokkum? Sundfatatískan hefur tekið ægilegum breytingum undanfarin hundrað ár og þau eru öllu þægilegri bikiníin í dag, að ekki sé talað um klæðilega sundbolina sem fást í öllum regnbogans litum.

anigif_optimized-23732-1431140256-1

Það getur verið stórskemmtilegt að renna yfir sundfatatískuna og allt sem áður ekki mátti – er leyfilegt í dag. Fyndið sem það er, þá mátti til að mynda ekki glitta í sjálfan naflann þegar bikiníin komu fyrst á markað – tvískipt sundföt eins og þau heita öðru nafni – naflinn þótti of dónalegur.

anigif_optimized-373-1431141047-2

Það er einhver sjarmi yfir gömlu sundfatatískunni; aðsniðnum sundbolum með skálmum og sólhlífinni sem konur sprönguðu gjarna með á ströndinni hér áður fyrr til að verjast skaðlegum útfjólbuláum geislum.

anigif_optimized-25243-1431140326-17

Nú eða skvísulegum og skræpóttum sundfötunum sem þær klæddust á sjöunda áratugnum – í dag er hreinlega allt leyfilegt! Hér fer myndband sem sýnir sundfatatísku undanfarinna 100 ára – ferlega skemmtilegt sem það er að renna yfir misjöfn tímaskeið sem öll hafa sinn sjarma.

anigif_optimized-32182-1431140824-9

Ætlar þú að fara á ströndina í sumar?

SHARE