Sagar gúmmíteygjubolta í tvennt – minnir á atriði úr hryllingsmynd

Ef þú veist ekki hvað gúmmíteygjuboltar eru, en hefur gaman að föndri – þá máttu líka vera viss um að gerð gúmmíteygjubolta virðast nær engin takmörk sett. Þannig var stærsti gúmmíteygjubolti sögunnar gerður úr yfir 700.000 gúmmiteygjum og vó rétt yfir 4 tonn að þyngd – en afrekið er skráð í Heimsmetabók Guinnes.

Joel WaulÞvílíkt bull; stærsti gúmmiteygjubolti heims vó 4 tonn að þyngd

Ógeðfelldustu og janframt skemmtilegustu spurningu í sögu gúmmíteygjubolta er þó þessi; hvað gerist þegar maður sagar vænan og vel skapaðan gúmmíteygjubolta í sundur? Með berum höndum og voldugri sög?

Sjá einnig: Ótrúlegar röntgenmyndir – Hvað er sumt fólk að hugsa?

Hér má sjá YouTube notandann Jordan leitast við að svara einmitt þeirri eyðileggjandi spurningu – þar sem hann sagar vænan bolta í sundur til að skoða betur hvernig innviðirnir líta út. Útkoman er svo einkennilega sefandi og hryllileg á sömu stundu að orðin ein ná ekki að fanga áhorfið.

Minnir örlítið á hryllingsmynd, ekki satt?

SHARE