Sagðist eiga erfitt með að labba og að hugsa um sig og fékk háar bætur – Hljóp maraþon á meðan hann þáði örorkubætur!

Noel Sanders fékk ríflega 17,000 pund frá ríkinu vegna þess að hann sagðist ekki geta gengið nema stutta vegalengd. Hann sagðist þjást af háum blóðþrýstingi og sjúkdómi sem gerði það að verkum að hann ætti erfitt með að hreyfa sig, hann sagðist ekki einu sinni getað borðað án hjálpar.

Það virðist þó ekki hafa verið raunin þar sem Noel hljóp hálft maraþon og var virkur þáttakandi í hlaupaklúbbi. Hann gengdi starfi ritara í klúbbnum og hljóp ásamt félögum sínum vikulega. Noel hafði farið í örorkumat árið 2002 og fengið eins háar bætur og hægt er að fá vegna “sjúkdóms” síns. Hann sagði yfirvöldum að hann þyrfti hjálp 7 daga vikunnar við að koma sér fram úr rúminu, klæða sig og fara á klósettið. Hann hélt því fram að hann gæti ekki eldað matinn sinn sjálfur og að hann þyrfti meira að segja hjálp við að skera kjötið sitt.

Maðurinn hefur verið dæmdur í 12 vikna fangelsi. Hann þarf einnig að sinna samfélagsþjónustu í 12 mánuði.

Maðurinn hefur hlaupið maraþon meðan hann þáði háar fjárupphæðir frá skattgreiðendum. Hann hefur tekið þátt í 27 hlaupum og hlaupið þónokkur maraþon. Hann hljóp hálft maraþon á 2 tímum og 29 mínútum.

Maðurinn segir að hann hafi lést töluvert og það hafi gert það að verkum að hann ætti auðveldara með að hreyfa sig. Hann gleymdi hinsvegar alveg að láta yfirvöld vita af því og hélt áfram að fá bætur frá ríkinu. Hann segir í dag að hann hafi notað vissa tækni til að hlaupa þrátt fyrir að finna fyrir miklum sársauka en dómari efast um að það væri satt.

 

SHARE