Saklaus börn og almennir borgarar látnir í Sýrlandi – ATH myndir í þessari grein eru ekki fyrir viðkvæma

Mikið hefur verið fjallað um hræðilega ofbeldið sem á sér stað á saklausum borgurum í Sýrlandi. Uppreisnarmenn segja að um 1.300 þúsund almennir borgarar hafi látist í efnavopnaárás í gær. Stríðið hefur staðið yfir í 29 mánuði en mörg hundruð þúsund manns hafa látist í stríðinu, þar á meðal almennir borgarar. Hræðilegar myndir hafa verið birtar af fólki sem lést í efnavopnaárásinni í gær og þar á meðal er fjöldinn allur af látnum börnum. Þegar ég skoðaði myndirnar fór um mig hrollur og mér varð eiginlega hálf óglatt. Fólk hefur velt því fyrir sér hvort að svona myndbirtingar eigi rétt á sér og ég segi tvímælalaust, já.

Ég hef alltaf hugsað það þannig að ég er ekkert of góð til að sjá myndir af því sem sumt fólk þarf að sjá daglega, með eigin augum. Þetta er raunveruleiki sem fjöldinn allur af börnum þarf að lifa í á hverjum einasta degi og með því að fjalla ekki um glæpi og ofbeldi erum við á vissan hátt, að mínu mati að taka þátt í þöggun. Það gerir engum gott að ræða ekki um þá hræðilegu hluti sem eiga sér stað í heiminum og þó það sé engin leið fyrir okkur að gera okkur í hugarlund hversu hræðilegt það er að búa við þetta þá hugsanlega áttum við okkur betur á alvarleika málsins þegar við lesum fréttir og sjáum myndir af því sem raunverulega á sér stað. Börn eru myrt, saklausir, almennir borgarar eru myrtir. Þessi litlu börn sem létust láu mörg í rúminu sínu sofandi, kannski var þau að dreyma eitthvað fallegt en það eru kannski litlar líkur á því þar sem þau vissu að það ríkti stríð í landinu þeirra og alltaf var hægt að búast við því að eitthvað hræðilegt gerðist, sem var raunin í gær. Talið er að árásarmennirnir hafi notast við taugagas. Ég man eftir því þegar sprengingin varð í Boston og fréttamiðlar á vesturlöndunum fjölluðu mikið um það, eðlilega. Þar dó saklaust fólk, alveg eins og fólkið í Írak, Sýrlandi, Afganistan og fleiri löndum. Munurinn er kannski einna helst sá að í síðarnefndum löndum hafa margar milljónir manna látist. Er líf saklauss fólks misverðmætt? Nei, það finnst mér ekki.

Reuters fréttastofan birti eftirfarandi myndir og vil ég vara fólk við að þær eru óhugnanlegar og innihalda látið fólk og þar á meðal börn. Þarna eru einnig myndir af fólki sem lifði árásina af og fær læknishjálp. Myndbandið fyrir neðan er svo af börnum sem fá aðhlynningu. Ítreka það aftur að þessar myndir eru hræðilegar og það er ekki auðvelt að renna yfir þær en þetta er að gerast í heiminum og við megum ekki gleyma því.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”Jd4yp3BUzeY”]

 

SHARE