Salsa Kjúklingur

Einfaldur, hollur og æðislegur kjúklingaréttur. Mæli sko eindregið með þessum.

Uppskrift:

  • Kjúklingabringur – 3-4 stk
  • Taco krydd blanda – 1 pakkning
  • Rjómaostur – 250 gr
  • Maukaðar baunir (Refried Beans) – 2 dósir c.a. 400 gr
  • Salsasósa medium – 500 ml
  • Svartar baunir – c.a. 230 gr.
  • Gular baunir – c.a. 150 gr.
  • Rifinn ostur

Auka meðlæti:

  • Hrísgrjón
  • Tortilla snakk
  • Sýrður rjómi
  • Avocado

Aðferð:

  • Smyrjið fyrst rjómaostinum í botninn á eldföstu móti.
  • Smyrjið bauna maukinu svo yfir rjómaostinn
  • Hellið helmingnum af salsa sósunni yfir og dreifið jafnt yfir eldfasta mótið
  • Gott er að kljúfa bringurnar eða setja þær í poka og berja þær með t.d. kökukefli til þess að þinna þær.
  • Þerrið bringurnar með eldhúspappír og kryddið svo vel með taco blöndunni.
  • Setjið olífuolíu á pönnu og steikið hvorra hlið á kjúklingabringunum í c.a. 3-4 min.
  • Setjið bringurnar svo ofan í eldfastamótið og hellið restinni af salsa sósunni yfir bringurnar.
  • Dreifið svo svo gulu og svörtu baunum yfir bringurnar og mótið. Þið ráðið eiginlega sjálf hversu mikið af baunum þið viljið nota. Mér finnst þær æði þannig að ég notaði mikið.
  • Dreifið svo rifnum osti yfir réttinn
  • Hitið ofninn uppí 190 gráður og setjið réttinn í ofnin og eldið í c.a. 30-35 min. Gott er að setja álpappír yfir réttinn fyrstu 25 min og taka hann svo af síðustu mínuturnar. Fínt að nota hitamæli til að kanna hvort að kjúllinn sé tilbúin. Þarf að vera allavegna 68 gráður.
  • Þið ráðið svo alveg hvað þið viljið hafa sem meðlæti en ég sauð hrísgrjón með og hafði svo tortilla flögur og sýrðar rjóma með. Svo var voðalega gott að setja ferska avocado bita yfir kjúklinginn.
Smyrjið rjómaostinum í eldfastmót

Smyrjið baunamaukinu yfir

Dreifið svo helmingnum af salasósunni jafnt yfir

Þerrið bringurnar og kriddið vel með taco kryddinu eftir að hafa flatt þær út

Steikið hvorra hlið á bringunum í c.a 3-4 min. Muna að setja smá olíu á pönnuna.

Setjið bringurnar í eldfasta formið og restina af salsasósunni yfir bringurnar.

Dreifið baunum og rifna ostinum yfir

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here