Salthnetu, ritz kex draumur með gamla góða bounty kreminu

Þessi dásemd kemur frá Matarlyst

Hráefni:

3 egg stór
220 g sykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
75 g Ritz kex (u.þ.b 20 stk)
160 g salthnetur

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur.

Skiljið eggin að. Setjið eggjahvítur í hrærivélaskálina þeytið þar til byrjar að freyða bætið sykri og vanilludropum út í stífþeytið.
Saxið salthnetur, myljið ritz kex blandið varlega saman við með sleikju.

1 form 27 cm
Teiknið eftir botni formsins á bökunnarpappír, klippið út leggið í botninn, smyrjið hliðar formsins með örlitlu smjöri.
Setjið marengsinn í formið smyrjið út.
Bakið við 180 gráður og blástur í u.þ.b 23-27 mín. Látið botninn kólna niður áður en kremið er sett á.

Krem:

3 eggjarauður
3 msk flórsykur
50 g smjör
100 g suðursúkkulaði

Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til létt og fluffy. Bræðið saman á vægum hita smjör og suðusúkkulaði, blandið í mjórri bunu út í eggjahræruna hrærið á meðalhraða. Skafið niður með sleikju.

Setjið kremið á botninn.

Toppur:

3-5 snickers súkkulaði skorin niður leggið ofaná ásamt nokkrum jarðaberjum.

Gott er að bera kökuna fram með þeyttum rjóma.

Athugið að einnig er gott að skera kökuna niður í litla bita til að raða á bakka, þá er um að gera að nota ferkanntað form/mót.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here