Sambandið stendur á brauðfótum

Samband leikkonunnar Evu Mendes og leikarans Ryan Gosling stendur á brauðfótum ef marka má nýjustu fréttir af parinu.

Parið eignaðist fyrir stuttu sitt fyrsta barn saman en áður en upp komst að Eva væri þunguð var talið að sambandinu væri lokið. Það kom því mörgum á óvart þegar því var lekið á netið á leikkonan væri ólétt eftir Ryan.

Parið lifir alveg aðskildu lífi en Eva býr í Los Angeles og Ryan býr tímabundið í Georgíu þar sem hann er að leika í kvikmynd sem er tekin upp þar.

Eva hefur viðurkennt að vera mjög þreytt eftir að hún fæddi barnið en hún er ekki hrifin af því að nota barnapíur heldur fær frekar frænkur og ömmu sína til að sitja yfir barninu.

Parið hefur ekki sést opinberlega saman í rúmt ár en helsta ástæða þess er talin vera vegna þess að þau vilja ekki að nýfædd dóttir þeirra alist upp í sviðsljósinu.

Eva_Mendes

Tengdar greinar:

Eva Mendes og Ryan Gosling eignast stúlku

Eva Mendes ófrísk eftir Ryan Gosling

Ryan Gosling og Eva Mendes að hætta saman út af afbrýðisemi

SHARE