Sandra Bullock er fallegasta kona í heimi að mati People

Leikkonan Sandra Bullock er fallegasta kona heims að mati tímaritsins People, en í næstu viku kemur út árlegt fegurðarhefti tímaritsins. Sandra prýðir að sjálfsögðu forsíðu blaðsins en það inniheldur svo lista yfir 192 aðrar konur sem þykja áberandi fallegar þetta árið.

Sjá einnig: Hrollvekjandi símtal Söndru Bullock í neyðarlínuna

sandra-bullock-worlds-most-beautful-woman__oPt

Í viðtali við tímaritið segir Sandra meðal annars að fegurð í hennar augum sé góðmennska og tillitsemi við náungann.

Fegurð felur ekki í sér að líta út á einhvern ákveðinn hátt. Fegurð í mínum augum er að vera góð manneskja, góð mamma og koma vel fram við náungann.

Sjá einnig: 10 konur sem eru eldri en þig grunar

SHARE