Sársaukastokkurinn: Einfalt æfingakerfi sem skotvirkar

Þetta æfingakerfi lærði ég af amerískri vinkonu minni sem er gift hermanni. Hún sagði mér fyrir stuttu að kerfið, sem er oftlega kallað Sársaukastokkurinn eða Deck of Pain væri notað í tengslum við agarefsingar í hernum. Að maðurinn hennar, sem var fjölmörg ár í bandaríska hernum hefði sagt henni frá planinu – sem er skothelt, skemmtilegt og getur verið frábær áskorun ef enginn tími gefst fyrir ræktina eða frí stendur yfir.

Ég leitaði æfingakerfið uppi og fann ágæta síðu sem tveir strákar í slökkviliðinu vestanhafs halda úti og fjallar meðal annars um líkamsþjálfun. Þeir félagar notast við kerfið og leggja til að skipta upp bunkanum í fjórar æfingar – ólíkar hverri annarri – sem allar þarf að gera, eftir tölusettri röð. Að sjálfsögðu byrjar þú á því að taka fram heilan spilastokk. Því næst ákveður þú hvaða æfingu þú ætlar að taka í tengslum við alla litina – þetta gæti litið einhvern veginn svona út:

doc-2
Þegar æfingarnar hafa verið valdar og upphitun er lokið, byrjar þú bara að draga eitt spil í einu úr bunkanum, en hvert og eitt spil stendur fyrir fjölda æfinga sem þú gerir hverju sinni. Ágæt regla er að láta mannspilin standa fyrir 10 æfingum (frá gosa og upp í ás), en ef þú dregur tígulfimmu, þá myndir þú gera fimm armbeygjur og að sama skapi tíu magalyftur ef spaðaásinn kemur upp úr bunkanum.

Strákarnir í slökkviliðinu mæla með æfingakerfinu, sérstaklega ef þú kemst ekki í ræktina eða hefur ekki aðgang að æfingatækjum einhverra hluta vegna. Hér má sjá hvernig þeir félagar fara að í rauntíma – planið er erfitt og strangt, en forvitnileg áskorun og freistar örlítið áður en sumarið kemur!

Hér má sjá krakkana í slökkviliðinu rúlla gegnum Sársaukastokkinn:

SHARE