Saug lok af hárlakksbrúsa af alefli og gjöreyðilagði á sér varirnar

Óbilandi ástríða kvenna á þrýstnum vörum og þrá stúlkna til að líta út eins og Kylie Jenner er fyrir löngu komin út fyrir hættumörk. Þannig greindi bresk undirfatafyrirsæta frá því á Facebook síðu sinni fyrir skemmstu að hún hefði nær eyðilagt varir sínar og deildi mynd af áverkunum sem hún veitti sjálfri sér í ógáti – meðan hún reyndi að stækka varir sínar sjálf með því að sjúga lok af hárlakksbrúsa svo fast að hún sat uppi með djúpa marbletti.

Hrikalegt tískuslys:

 

26464D5700000578-2977339-image-m-55_1425384079260

Gail hefur verið frá vinnu og deildi áverkunum í forvarnarskyni á Facebook

.Í þeirri von að öðlast, þó ekki væri nema tímabundið, þrýstnar varir – lagði Gail Scott, sem er bresk og starfar sem undirfatafyrirsæta, lok af hárlaksbrúsa  yfir varirnar, saug af alefli og hélt leiknum áfram í heilar fimm mínútur – eða allt þar til varir hennar voru orðnar svo dofnar að hún var komin með náladofa í andlitið.

.

26464D3B00000578-2977339-image-a-56_1425384170981

Gail er að öllu jöfnu hin huggulegasta stúlka en eyðilagði á sér andlitið með loki af hárlakki

Stúlkan varð himinlifandi þegar hún fjarlægði lokið og sá að varirnar voru stokkbólgnar – en gleðin snerist fljótlega upp í skelfingu þegar marblettir fóru að myndast kringum varirnar. Gail hefur verið frá vinnu síðan hún lagði lokið upp að vörum sínum og saug af alefli – en svo flemtri slegin varð stúlkan þegar hún sá hvers kyns var, að hún tók ljósmyndir af áverkunum og deildi á Facebook með orðunum:

I look like I’ve been punched in the mouth. Apart from the pain the dark bruising above my mouth looks like a moustache.

Gail hefur ekki farið úr húsi í marga daga, en hún segist hafa sogið hárlakkslokið í þeirri von að henni tækist að spara peninga fyrir rándýrri aðgerð. Þess í stað hefur hún verið frá vinnu í marga daga og er niðurlægingin uppmáluð. Hún deildi sögu sinni í þeirri von að hennar eigin vitleysisgangur yrði öðrum konum víti til varnaðar:

‘My lips looked great after – but only for about three minutes until the bruising started and then my lips went down anyway. I was lucky not to burst a blood vessel because since I posted my warning I’ve heard that can happen.’

Tengdar greinar:

Tískuslys vikunnar: Hárlengingar hrynja úr Britney Spears á sviði

Eyddi 40 milljónum til að líta út eins og Pamela Anderson

Hefur ekki brosað í 40 ár

SHARE