Scott Disick gerði það aftur!

Sofia Richie er í sárum eftir að henni fór að berast til eyrna að Scott Disick hefði haldið framhjá henni, en hún er semsagt hætt með þessum 34 ára gamla glaumgosa.

Heimildarmaður RadarOnline sagði:

Hún gat ekki tekið þessu lengur. Hann tekur svona partýrispur en á svo góða daga inni á milli. Þetta er mjög sjúk hegðun.

Scott var í partýi nýverið, hjá Kanye West og þar tjáði hann öllum sem heyra vildu, að hann væri einhleypur. Einnig var sagt frá því að hann hefði haft það ansi notalegt með einni píu í partýinu.

Sjá einnig: Scott Disick farinn að sýna 19 ára kærustu sína

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Scott er staðinn að framhjáhaldi en Kourtney Kardashian, barnsmóðir hans, skildi við hann því hann gat ekki látið aðrar konur í friði.

SHARE