Scott Disick vill ekki lifa lengur

Scott Disick hótaði að fyrirfara sér í þættinum Keeping Up With The Kardashians, þann 17. janúar.

Khloe Kardashian (31) tjáði sig um atvikið á Twitter á meðan þátturinn var á dagskrá. Hún sagði að þetta hefði verið mjög ógnvekjandi en Scott hringdi í Khloe og hún skildi hann varla því hann grét svo svakalega:

„Ég bara get ekki haldið áfram án fjölskyldunnar minnar. Ég mun aldrei hitta neina sem er fallegri og ég elska Kourtney en hún elskar mig ekki. Líf mitt er búið. Mig langar bara að klára þetta og vil bara að þú vitir það.“

Khloe svaraði: „Við getum lagað lífið þitt. Það er hægt að laga allt í lífinu en segðu mér hvar þú ert svo ég geti komið og sótt þig.“

Þessi orð hans hræddu Khloe, Kim og Kris Jenner og þær ætluðu að hringja á 911. Góður vinur Scott var hinsvegar á leið til hans og kom til hans á hótelherbergið til þess að stoppa þá atburðarás sem komin var í gang.

 

 

 

 

SHARE