Scott vill hefna sín á Kourtney

Í lok árs 2016 virtist allt vera á réttri leið hjá Scott Disick (33) og barnsmóður hans, Kourtney Kardashian (37).  Þau birtu myndir af sér með krakkana og samband þeirra virtist vera orðið gott. Scott ákvað hinsvegar að biðja Kourtney í fjölskyldufríinu í Costa Rica. Kourtney hinsvegar neitaði Scott og það varð til þess að hann missti sig algjörlega.

 

 

Sjá einnig: Scott Disick neitar að fara í pararáðgjöf

Scott fannst hann niðurlægður og varð mjög reiður. Hann fór beint til Miami og hóf að skemmta sér sem aldrei fyrr. Þegar við tölum um að „skemmta sér“ eigum við við að hann fór að drekka mikið og stíft og sást í ástaratlotum með nokkrum fyrirsætum.

Screen Shot 2017-02-02 at 10.20.07 AM

Screen Shot 2017-02-02 at 10.17.43 AM

Samkvæmt heimildarmanni er allt sem Scott er að gera, ætlað til þess að særa og ná sér niður á Kourtney. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara seinustu tvö ár en hann fór í meðferð 2015. Kourtney virðist hafa fengið sig fullsadda af Scott og ekki miklar líkur á að þau taki saman aftur eftir þetta.

 

SHARE