Sebrakaka

Mmmmm….. þessi er ekkert smá girnileg frá Ljúfmeti.com

Sebrakaka

Það er orðið langt síðan ég gaf uppskrift af köku sem er hálf furðulegt því ég eeeeeeelska kökur. Að bjóða upp á nýbakað með kvöldkaffinu þykir mér með því notalegasta sem ég veit og að eiga heimabakaða köku á eldhúsborðinu um helgar er alltaf jafn gott.
Sebrakaka

Um daginn bakaði ég köku sem okkur þótti öllum góð. Nú man ég ómöglega hvaðan uppskriftin kom en finn kannski út úr því þegar fram líður og skal þá setja það inn. Þessi fer mjög vel með helgarkaffinu og mun eflaust ekki staldra lengi við.

Sebrakaka

Sebrakaka

  • 4 egg
  • 2  ½ dl sykur
  • 2 ½ dl mjólk
  • 250 g smjör, brætt
  • 1 msk vanillusykur
  • 1 msk lyftiduft
  • smá salt
  • 5 dl hveiti

Fyrir dökka deigið:

  • 3 msk kakó

Fyrir ljósa deigið:

  • 3 msk hveiti

Hitið ofninn í 180° og smyrjið 24 cm hringlaga kökuform.

Hrærið egg og sykur saman þar til blandan er ljós og létt. Bætið mjólk, smjöri, vanillusykri, lyftidufti, salti og hveiti saman við og hrærið þar til blandan er slétt og kekkjalaus. Setjið 5-6 dl af deiginu í aðra skál og hrærið kakói saman við. Hrærið 3 msk af hveiti saman við ljósa deigið.

Setjið um  ½ dl af ljósa deiginu í miðjuna á bökunarforminu. Setjið síðan um  ½ dl af dökka deiginu í miðjuna á ljósa deiginu í forminu. Við þetta rennur ljósa deigið út, nær köntunum. Haldið áfram að setja dökka og ljósa deigið til skiptis á þennan máta í formið og reynið að enda á ljósa deiginu.

sebrakakasebrakakasebrakaka

Bakið kökuna neðarlega í ofninum í 45-55 mínútur.

 

SHARE