Charlie Sheen og Denise Richards hafa verið í lífi hvors annars mjög lengi og Denise hefur nokkrar klikkaðar sögur að segja af honum.

Denise hefur ekki verið feimin að segja frá í þáttunum The Real Housewifes of Beverly Hills. Í þættinum sem var sýndur 21. maí segir hún meðal annars í samtali við vin sinn Patrick Muldoon:

Eiginmaður minn lét mig eldast hræðilega, að mínu mati.

Hún segir jafnframt:

Charlie kom í kvöldverð á Þakkargjörðardaginn fyrir nokkrum árum og var með vændiskonu í bílnum í innkeyrslunni. Hann var hræddur við að segja mér þetta en spurði svo hvort það væri í lagi að hún myndi bíða þar. Ég sagði við hann að ég skildi setja f*** disk á borðið fyrir hana. Meira að segja vændiskonur eiga skilið að fá kvöldmat á Þakkargjörðardaginn!

Sjá einnig: Kynlífshreiður Charlie Sheen afhjúpað

Denise og Charlie kynntust árið 1991 við tökur á myndinni Lethal Weapon en þau gengu í hjónaband árið 2002. Þau eiga saman tvær dætur, Sam (15) og Lola (13).

 

SHARE