Segir frá fósturmissi sínum

Söngkona Lady Antebellum, Hillary Scott, sagði frá því nýlega að hún missti fóstur á seinasta ári.

Hillary sagði frá þessu í Good Morning America á mánudag og sagði að hún hefði notað þessa reynslu sína í að semja nýja tónlist.

Hún á eina dóttur fyrir sem er tveggja ára og segir hún meðal annars í þessu viðtali að hún faðmi hana mun fastar í dag en fyrir þessa reynslu sína.

 

Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE