Segir Johnny Depp hafa skrifað skilaboð í blóði

Amber Heard (32) ætlar ekki að þegja lengur. Í nýjum gögnum sem RadarOnline hefur undir höndum er sagt frá meintu ofbeldi í smáatriðum, en Amber sakar fyrrum eiginmann sinn, Johnny Depp (55) um alvarlegt ofbeldi.

Í gögnunum er meðal annars haft eftir Amber:

 Þegar við vorum búin að vera saman í um það bil ár, varð ég vitni að því að Johnny fór að misnota fíkniefni og áfengi. Í nokkrum tilfellum varð ég vitni að því að hann notaði samtímis ólögleg eiturlyf og læknadóp. Alltaf þegar hann var að nota, hafði ég áhyggjur af okkur báðum. Hann varð allt önnur manneskja, ofbeldisfullur með ofskynjanir.

Amber segist hafa kallað þessa „útgáfu“ af Johnny, Skrímslið. Hún sagði líka að þegar Johnny hefði verið undir áhrifum áfengis og eiturlyfja hefði hann misst tökin á líkama sínum, gjörðum og skapi. Hann hafi verið ofbeldishneigður gagnvart henni og öllum öðrum sem urðu á vegi hans. Um leið og runnið hefði af honum hefði hann grátið yfir því sem hann hefði gert.

Johnny mundi ekki eftir því sem hann gerði undir áhrifum. Af því ég elskaði hann, trúði ég honum þegar hann sagðist geta og ætla að bæta sig. Ég hafði rangt fyrir mér,

sagði Amber en Johnny hefur alltaf neitað ásökunum Amber og hefur sagt að hún sé bara að reyna að hafa af honum peninga og vekja á sér athygli.

Í þessum nýju gögnum segir Amber að hún hafi ekki getað sagt alla söguna fyrr, því hún hafi skrifað undir þagnareið þegar þau giftu sig. Hún minnist ferðar sem þau fóru í til Los Angeles í maí 2014. Þau hafi verið í einkaþotu og Johnny hafi mjög fljótt orðið drukkinn:

Í fluginu skipaði Johnny flugfreyjunum að láta sig hafa súrefnistank og drakk svakalega. Aðstoðarmenn hans sögðu mér að hann væri í uppnámi því ég hefði leikið í rómantískri senu daginn áður með James Franco.

Fljótlega segir Amber að Johnny hafi farið að henda hlutum í hana og öskra „James Franco!“ Hún hafi þá fært sig fjær honum en hann hafi á einhverjum tímapunkti staðið upp og sparkað í bakið á henni þannig að hún féll niður. Hann hafi svo farið úr skónum og kastað þeim í hana og gargað fúkyrðum að henni. Þá hafi hann farið á klósettið og dáið áfengisdauða.

Eftir þetta atvik fékk hún skilaboð frá Johnny sem hljóðuðu svona:

Enn og aftur er ég komin á stað þar sem ég er fullur af eftirsjá og skömm. Auðvitað þykir mér þetta leitt. Ég veit ekki hvernig eða hvað gerðist. En þetta gerist ekki aftur. Veikindi mín hafa læðst upp að mér og gripið mig… Ég verð að vera betri. Aftur, mér þykir þetta leitt, mjög leitt…. Ég elska þig og líður svo illa yfir því að bregðast þér.

SHARE