Segist hafa hætt í NCIS vegna eineltis

Pauley Perrette hefur sagt skilið við þættina NCIS en hún hefur verið í mörg ár í þáttunum, þar sem hún leikur Abby.

Pauley staðfesti það fyrir mörgum mánuðum að hún væri að fara að yfirgefa þættina og skrifaði til að mynda á Twitter:

Það hafa verið allskonar getgátur í gangi um það af hverju ég ætla að hætta (OG NEI ÞAÐ ER EKKI AF ÞVÍ AÐ ÉG SÉ AÐ FRAMLEIÐA EINHVERJA HÚÐVÖRUR EÐA AÐ STÖÐIN EÐA FRAMLEIÐENDUR ÞÁTTANNA SÉU REIÐIR ÚT Í MIG)

 

 

Ég vona að þið munið elska og njóta Abby það sem eftir lifir þáttaraðarinnar og um ókomna framtíð, eftir hennar 16 ár í NCIS

 

Öll ástin, allur hláturinn og allur innblásturinn…. ég elska hana jafnmikið og þið

 

Eftir að seinasti þáttur hennar var sýndur hefur hinsvegar komi í ljós að það var einhver önnur undirliggjandi ástæða fyrir brotthvarfi hennar.

 

Á laugardagsmorgun, þegar Pauley var að hafa samskipti við fylgjendur sína á samfélagsmiðlun, sagði hún að hún hefði orðið fyrir einelti.  Hún sagði að hún hefði verið fórnarlamb eineltis í mörg ár og gefur í skyn að það hafi verið á tökustað NCIS.

SHARE