Segja heimili Kim Kardashian kalt og hrátt eins og á „geðdeild“

Aðdáendur gagnrýndu hæfileika Kim Kardashian (42) til að innrétta heimili, eftir að hún birti myndir með titlinum: „það sem gleður mig á heimilinu“ á þriðjudag. Ekki svo að segja að hún hafi sjálf ákveðið innréttingar og stíl því hún hefur væntanlega fólk í hverju verkefni. En hún deildi semsagt myndum á Instagram. Svefnherbergið hennar er afskaplega kuldalegt með hvítum og gráum marmaraveggjum.

Næst kemur svo einhverskonar listaverk sem er risastórt með bláum punkti í miðjunni.

Á annarri mynd var sýnd stofan hjá henni með sófa, teppi og mottu, allt í sama lit, sem og veggirnir.

Það virðist sem hún sé með mikið litaþema sé þarna í gangi, eða öllu heldur „engra lita þema“ því það er allt í svipuðum tón. Fylgjendur hennar sögðu að heimilið liti út eins og fangelsisálma, geðdeild og einangrunarklefi, á meðan aðrir tóku dýpra í árinni og líktu heimilinu við helvíti og líkhús.

SHARE