Selena Gomez fer í keilu á stefnumóti með nýja kærastanum

Selena Gomez (30) og Drew Taggart (33) virðast hafa staðfest sögusagnirnar um að þau séu að hittast. Page Six bárust myndir af Selena og Drew í keilusalnum The Gutter í New York á sunnudag.

Sjónarvottur segist hafa séð parið vera að kela eins og táningar á sama tíma og þau nutu þess að vera tvö saman.

„Það var líka hópur af ungum stelpum sem fór til Selena til að fá að taka mynd af sér með henni og einn maður sem bað um eiginhandaráritun,“ sagði sjónarvotturinn.

Samkvæmt Us Weekly er parið ekkert að flýta sér og skemmta sér svakalega vel saman. „Þau eru ekki að reyna að fela sambandið sitt og fara út á meðal fólks og fara í bíó og keilu,“ sagði heimildarmaður.

SHARE