Selena Gomez hefur þyngst um 10 kíló

Selena Gomez er í betra jafnvægi núna, en hún hefur verið síðastliðið ár. Hún lagðist inn á meðferðarstofnun í október og var þar í mánuð.

Sjá einnig: Selena Gomez farin inn á geðdeild

„Selena hefur verið að einbeita sér að andlegu heilsunni sinni, ekki að því að létta sig,“ segir heimildarmaður RadarOnline. „Hún hefur þyngst um svona 10 kg. Hún hefur alltaf stundað ræktina mikið en hún hefur ekki farið á hlaupabrettið í margar vikur núna.“

Sjá einnig: „Selena Gomez er ógeðsleg!“

Heimildarmaðurinn segir líka að Selena sé með nýja sýn á lífið og vilji koma sér á góðan stað í andlegu líðaninni. „Það þýðir að hún mun halda sig frá samfélagsmiðlum og „fat shaming“ athugasemdum,“ segir hann.

 

SHARE