Selena Gomez nýkomin úr meðferð

Selena Gomez (25) fór í þriðju meðferð sína nýverið, samkvæmt Radar Online. Hún mun hafa verið tvær seinustu vikurnar í janúar á meðferðarstofnun í New York. Heimildarmaður sagði að Selena hefði farið í meðferð vegna þess að hennar nánustu höfðu áhyggjur af því að hún væri að fara að falla.

„Þau höfðu áhyggjur af því að hún færi aftur að nota lyf og væri að fara að brotna niður,“ sagði heimildarmaðurinn.

Selena talar ekki lengur við móður sína, skipti um númer og mamma hennar getur bara haft samband við hana í gegnum Justin eða móður hans. Selena fór í meðferð vegna notkunar á Lunesta, Ambien, Klonopin og Xanax árið 2016 og fyrstu meðferðina árið 2014.
SHARE